Arctic Open: Miðnæturgolf undir miðnætursól

Það er sem draumur hafi ræst, segja kylfingar sem tekið hafa þátt í Arctic Open golfmótinu á Akureyri. Enda er það draumi líkast og einstök upplifun að

  • Miðnæturgolf í miðnætursól

    MIÐNÆTURGOLF Í MIÐNÆTURSÓL
    22. - 24. JÚNÍ 2023

  • Arctic Open miðnætursól II

    MIÐNÆTURGOLF Í MIÐNÆTURSÓL
    22. - 24. JÚNÍ 2023

  • Arctic Open miðnætursól III

    MIÐNÆTURGOLF Í MIÐNÆTURSÓL
    22. - 24. JÚNÍ 2023

Um Arctic Open

Mótið er haldið dagana 22-24 júní 2023. Við viljum vekja athygli kylfinga á því að opnunarhátíðin er haldin á fimmtudegi fyrir fyrstu rástíma og því er engin dagskrá á miðvikudegi.

Það er sem draumur hafi ræst, segja kylfingar sem tekið hafa þátt í Arctic Open golfmótinu á Akureyri. Enda er það draumi líkast og einstök upplifun að spila golf í blóðrauðu sólarlagi um miðnæturbil svo nærri heimskautsbaugi. Stemningin í kringum mótið er engu lík og þátttakendur eiga ógleymanlegar stundir í góðra vina hópi.

Arctic Open er alþjóðlegt golfmót sem hefur fest sig í sessi síðan það var fyrst haldið árið 1986 en það ár var einungis keppt í einum flokki, þ.e.a.s. með forgjöf.

Kylfingar sem hafa notið miðnætursólar á Arctic Open í gegnum tíðina hafa komið víðsvegar af landinu og frá öllum heimshornum. Þeir ljúka allir sem einn lofsorði á skipulag mótsins sem er í raun fjögurra daga golfhátíð, 36 holu golf þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Sjálfir keppnisdagarnir eru tveir og spilaðar 18 holur hvorn þeirra.
 Nánari upplýsingar

Aðal Styrktaraðilar

Fréttir

Vallarvísir

Vallarvísir

Styrktaraðilar