Mótið í ár er haldið 19-21 júní. Við viljum vekja athygli kylfinga á því að opnunarhátíðin er haldin á fimmtudegi fyrir fyrstu rástíma og því er engin dagskrá á miðvikudegi.
Það er sem draumur hafi ræst, segja kylfingar sem tekið hafa þátt í Arctic Open golfmótinu á Akureyri. Enda er það draumi líkast og einstök upplifun að spila golf í blóðrauðu sólarlagi um miðnæturbil svo nærri heimskautsbaugi. Stemningin í kringum mótið er engu lík og þátttakendur eiga ógleymanlegar stundir í góðra vina hópi.
Arctic Open er alþjóðlegt golfmót sem hefur fest sig í sessi og var fyrst árið 1986 en þá var einungis keppt í einum flokki, þ.e.a.s. með forgjöf.
Frá árinu 1987 hefur verið keppt í tveimur flokkum, með og án forgjafar, og það ár var atvinnumönnum í fyrsta sinn boðin þátttaka og mótið um leið gert að alþjóðlegu golfmóti. Árið 2002 var bætt við verðlaunum fyrir besta árangur í kvenna- og öldungaflokki án forgjafar.
Kylfingar sem hafa notið miðnætursólar á Arctic Open í gegnum tíðina hafa komið víðsvegar af landinu og frá öllum heimshornum. Þeir ljúka allir sem einn lofsorði á skipulag mótsins sem er í raun fjögurra daga golfhátíð, 36 holu golf þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Sjálfir keppnisdagarnir eru tveir og spilaðar 18 holur hvorn þeirra.
Mótið í ár hefst á fimmtudegi með opnunarhátíð klukkan 11:00 þar sem boðið er upp á hlaðborð með veitingum. Kl. 12 eru svo fyrstu kylfingarnir ræstir út og eru leiknar 18 holur fram á rauða nótt. Á föstudag eru leiknar aðrar 18 holur. Á laugardagskvöld er loks slegið upp veislu í lokahófi ásamt verðlaunaafhendingu.
Arctic Open er ógleymanleg upplifun hverjum þeim sem skráir sig til leiks en þátttakendum gefst jafnframt kærkomið tækifæri til að upplifa allar lystisemdir Akureyrar sem eru jú margrómaðar! Frekari upplýsingar um menningu, afþreyingu og margt fleira er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is
Mótið 2025 verður haldið dagana 19.-21. júní.
Til að fá nánari upplýsingar, hafið samband við: