Mótið

Arctic Open er 36 holu golfleikur í einum opnum flokki þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Spilaðar eru 18 holur hvorn keppnisdag. Keppt er í

Arctic Open 2023

Arctic OpenArctic Open er 36 holu golfleikur í einum opnum flokki þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Spilaðar eru 18 holur hvorn keppnisdag. Keppt er í opnum flokki með og án forgjafar . Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor kvenna og besta skor í öldungaflokki karla. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Verði keppendur jafnir í efstu sætum eftir 36 holu höggleik skal spilaður bráðabani á 18. holu þar til úrslit fást.

Samhliða leik er spiluð liðakeppni þar sem fjórir eru saman í liði, valið er í liðin af handahófi. Þrjú bestu skorin gilda og eru veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið.

Á skorkort skal skrá höggafjölda (ekki punkta) á hverja holu, ef ljóst er að keppandi fái ekki punkt á holuna skal taka upp boltann og setja “x” við holuna.

22. júní, fimmtudagur:

  • 11:00 Opnunarhátið/ Setning Arctic Open 2023 - Pinnamatur og drykkir
  • 12:00 Fyrsti rástími - allir leikmenn ræsa út frá fyrsta teig.

23. júní, föstudagur:

  • 12:00 Ræst út - allir leikmenn ræsa út frá fyrsta teig.

24. júní, laugardagur:

  • 19:00 Hús opnar
  • 20.00  Lokahóf og verðlaunaafhending.

    Mótsgjald er 37.900kr. Staðfestingargjald, 12.000kr skal greitt við skráningu og er óendurkræft eftir 15. mars. Innifalið í mótsgjaldi er aðgangur á opnunarhátíð, þátttaka í mótinu, æfingahringur á miðvikudegi, matur í lokahófinu auk teiggjafar. Skráning fer fram á gagolf@gagolf.is