Arctic Open 2012

Arctic Open mótið 2012 verður sett núna á fimmtudaginn kl. 13.00. í tuttugasta og sjötta sinn. Enn eru nokkur pláss laus í mótið.

Fjöldi útlendinga hefur ekki verið meiri núna í nokkur ár og má það þakka góðri markaðssetningu sem efld er með hverju árinu sem líður. Ein ástaða þess að mótið nýtur nú meiri athygli erlendis er samningur við Sun Mountain í Bandaríkjunum. Sun Mountain, sem er einn stærsti framleiðandi heims í golffatnaði og golfkerrum, er nú einn aðal styrktaraðili mótsins og auglýsir mótið í sínu markaðsstarfi.

Sun Mountain mun gefa teiggjafir í ár sem er mjög flottur fatnaður sjá hér mynd með frétt. Þetta samstarf, ásamt því góða og mikilvæga samstarfi sem Arctic Open hefur átt við Flugfélag Íslands og Icelandair mörg undanfarin ár,hefur og mun efla markaðssetningu mótsins og skapa því nýja stöðu, jafnt hér heima sem erlendis.