Dagskráin fyrir Arctic Open tilbúin

Dagskráin fyrir Arctic Open 2012 er tilbúin.

Fim. 28. júní. kl. 11.00 Mæting   keppenda og afhending mótsgagna
  kl. 13.00 Opnunarhátíð
  kl. 16:00 Leikur   hefst hjá fyrri ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.
  kl. 20.30 Leik fyrri ráshóps líkur.
  kl. 21.30  Leikur hefst hjá seinni ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.
  kl. 03.00 Leik fyrri ráshóps líkur.
Fös. 29. júní. kl. 16:00 Leikur   hefst hjá fyrri ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.
  kl. 20.30 Leik fyrri ráshóps líkur.
  kl. 21.30 Leikur hefst hjá seinni ráshóp,   leikið er samtímis af öllum teigum
  kl. 03.00 Leik fyrri ráshóps líkur.
Lau. 30. júní. kl. 20:00 Lokahóf og   verðlaunaafhending.


Gert er ráð fyrir að 88 keppendur verði í hvorum ráshóp og leika keppendur annan daginn í fyrri ráshóp og hinn daginn í seinni. Sömu holl verða báða dagana.

Innifalið í mótsgjaldi er aðgangur á opnunarhátíð, þátttaka í mótinu, vallargjöld í fjóra daga (mótið innifalið), matur í lokahófinu auk golfgjafar sem er glæsilegur fatnaður frá Sun Mountain og golfgjöf frá Flugfélagi Íslands.

Mótsgjald kr. 26.000.-